Birna Valgarðsdóttir
Birna Valgarðsdóttir
Úrslitakeppnin á Íslandsmóti kvenna í körfuknattleik hefst í kvöld þegar bikarmeistarar Njarðvíkur taka á móti liði Snæfells í Ljónagryfjunni í Njarðvík en þessi sömu lið mættust einmitt í úrslitum bikarkeppninnar. Njarðvík hafnaði í 2.

Úrslitakeppnin á Íslandsmóti kvenna í körfuknattleik hefst í kvöld þegar bikarmeistarar Njarðvíkur taka á móti liði Snæfells í Ljónagryfjunni í Njarðvík en þessi sömu lið mættust einmitt í úrslitum bikarkeppninnar. Njarðvík hafnaði í 2. sæti deildarinnar og Snæfell í því þriðja. Ríkjandi Íslandsmeistarar í Keflavík mæta Haukum á heimavelli á morgun en Keflavík vann deildina en Haukar urðu í 4. sæti.

Sú breyting hefur orðið á úrslitakeppninni að nú þarf að vinna þrjá leiki til þess að komast í úrslitarimmuna þar sem tekist er á um Íslandsmeistaratitilinn.

Keflavík vann Njarðvík í úrslitarimmunni í fyrra og sú staða gæti því komið upp aftur að þessi nágrannalið mættust í úrslitum. Keflavíkurliðið var langsterkast lengi vel í vetur en gaf svolítið eftir á lokakafla deildarinnar. Haukar styrktu lið sitt og sóttu verulega í sig veðrið í kjölfarið. Sú rimma gæti því orðið spennandi þótt um sé að ræða liðin í öðru og fjórða sæti. Rimma Njarðvíkur og Snæfells ætti einnig að geta orðið jöfn.

• Á mbl.is/sport er að finna viðtöl við Birnu Valgarðsdóttur Keflavík, Ólöfu Helgu Pálsdóttur Njarðvík, Hildi Sigurðardóttur Snæfelli og Írisi Sverrisdóttur Haukum. kris@mbl.is