Fyrirsæta Emil Þór Guðmundsson sat fyrir í vetrarherferð 66°Norður.
Fyrirsæta Emil Þór Guðmundsson sat fyrir í vetrarherferð 66°Norður.
Hönnunarsýning Sub-zero Couture fer fram í Bláa lóninu í kvöld. Ásamt 66°Norður munu þekktir íslenskir hönnuðir koma fram á sýningunni með fylgihluti, m.a. Mundi, Volki, Kron by KronKron, Vík Prjónsdóttir og Farmers Market.

Hönnunarsýning Sub-zero Couture fer fram í Bláa lóninu í kvöld. Ásamt 66°Norður munu þekktir íslenskir hönnuðir koma fram á sýningunni með fylgihluti, m.a. Mundi, Volki, Kron by KronKron, Vík Prjónsdóttir og Farmers Market. Það er 66°Norður sem stendur fyrir sýningunni í samvinnu við Hönnunarmars, Iceland Naturally, Bláa lónið, Icelandair og Reyka Vodka.

Sýningin er ein sú stærsta og veglegasta sem haldin hefur verið hér á landi og mun fjöldi erlendra fjölmiðlamanna mun mæta og fjalla um viðburðinn. Þar á meðal ná nefna blaðamenn og ljósmyndara frá Wallpaper, Elle Interior, Bo Bedre, Dwell, C Magazine, FORM, Coolhunting, Daily Mirror, WGSN og Extra TV.

Sýningin er hluti af Hönnunarmars og fer fram utandyra í lóninu sjálfu. Sýningin hefst kl. 19 en fyrir áhugasama tískuunnendur verður hægt að fylgjast með viðburðinum í beinni á vefsíðunni Liveproject.is.