Kínversk stjórnvöld hafa skyldað lögmenn til þess að lýsa yfir hollustu við kommúnistaflokkinn í nýrri tilskipun. Mannréttindalögfræðingar í Kína eru æfir og segja tilskipunina ganga í berhögg við reglur réttarríkisins.

Kínversk stjórnvöld hafa skyldað lögmenn til þess að lýsa yfir hollustu við kommúnistaflokkinn í nýrri tilskipun. Mannréttindalögfræðingar í Kína eru æfir og segja tilskipunina ganga í berhögg við reglur réttarríkisins.

Lögmenn, sem sækja um að fá réttindi í fyrsta sinn eða endurnýja þau, þurfa að lofa hollustu við flokk og sósíalisma, að því er segir í tilkynningu á heimasíðu kínverska dómsmálaráðuneytisins.

Sumir lögmenn hafa gagnrýnt tilskipunina, en aðrir vilja ekkert segja af ótta við að vera refsað.