Skúli Eggert Þórðarson
Skúli Eggert Þórðarson
Skattframtölin hafa skilað sér betur í ár en verið hefur undanfarin ár. Skilin eru 4-5% betri en á sama tíma í fyrra, að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra. Framtalsfresturinn rann út á miðnætti.

Skattframtölin hafa skilað sér betur í ár en verið hefur undanfarin ár. Skilin eru 4-5% betri en á sama tíma í fyrra, að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra. Framtalsfresturinn rann út á miðnætti.

Skúli telur að nokkrar ástæður séu fyrir betri skilum. Tekist hafi að einfalda framtalsgerðina enn frekar, þrátt fyrir að vinnan við álagningu sé flóknari en áður. Þá hafi verið auglýst með markvissum hætti.

Margir sótt um frest

Mikill erill hefur verið hjá ríkisskattstjóra síðustu daga. Margir framteljendur hringja eða koma til að biðja um aðstoð. Þannig hafa um 700 einstaklingar komið á hverjum degi á skrifstofuna við Laugaveg. Skúli Eggert segir að flestir geti gengið frá framtali án aðstoðar en vilji samt fá leiðbeiningar, til öryggis.

Margir hafa sótt um frest þannig að skattskilin koma betur í ljós eftir 27. mars. Reynslan sýnir að þá og fyrstu dagana þar á eftir hafa flestir skilað framtölum sínum.

Endurskoðendur og aðrir atvinnumenn í framtalsgerð eru síðan að skila framtölum jafnóðum en hafa lengri frest.

helgi@mbl.is