Best Í Sýningu ársins er reynt að fullkomna leikhúsupplifun áhorfenda þannig að þeir fái aðeins að sjá það sem fellur að smekk hvers og eins.
Best Í Sýningu ársins er reynt að fullkomna leikhúsupplifun áhorfenda þannig að þeir fái aðeins að sjá það sem fellur að smekk hvers og eins.
Í tilefni af útgáfu sviðslistahópsins 16 elskenda á skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun HÍ vann fyrir hópinn boðar hann til málþings í samvinnu við Listaháskóla Íslands á morgun milli kl. 14 og 17. Málþingið er haldið í húsnæði LHÍ við Sölvhólsgötu.

Í tilefni af útgáfu sviðslistahópsins 16 elskenda á skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun HÍ vann fyrir hópinn boðar hann til málþings í samvinnu við Listaháskóla Íslands á morgun milli kl. 14 og 17. Málþingið er haldið í húsnæði LHÍ við Sölvhólsgötu.

Tveir frummælendur taka til máls, Auður Magndís Leiknisdóttir frá Félagsvísindastofnun HÍ, sem kynna mun helstu niðurstöður rannsóknarinnar og Magnús Þór Þorbergsson, fagstjóri námsbrautarinnar Fræði og framkvæmd í LHÍ, sem talar um vangaveltur sínar um langanir, smekk og unnendur sannrar leiklistar. Að framsögum loknum verða pallborðsumræður undir yfirskriftinni „Til hvers búum við til leikhús?“ þar sem þátt taka auk Auðar og Magnúsar þau Ari Matthíasson framkvæmdastjóri Þjóðleihússins, Friðgeir Einarsson frá 16 elskendum, Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri Borgarleikhússins, Salka Guðmundsdóttir leikskáld og leiklistargagnrýnandi Víðsjár, og Steinunn Knútsdóttir deildarstjóri leiklistar- og dansdeildar LHÍ.

Sýning ársins , sem 16 elskendur sýna um þessar mundir, byggist á fyrrgreindri rannsókn. Hægt er að kaupa rannsóknarskýrsluna, sem hönnuðurinn Björn Snorri Rosdahl setti upp, á sýningum sem og á málþinginu. Sýningum lýkur 1. apríl nk.