Tískugaur David Beckham skreytti bloggið einn daginn í janúar á þessu ári.
Tískugaur David Beckham skreytti bloggið einn daginn í janúar á þessu ári.
Manúela Ósk Harðardóttir heldur úti skemmtilegu bloggi undir slóðinni manuelaosk.com. Þar setur hún inn allskonar færslur, margt áhugavert úr tískuheiminum sem hún fylgist greinilega vel með.

Manúela Ósk Harðardóttir heldur úti skemmtilegu bloggi undir slóðinni manuelaosk.com. Þar setur hún inn allskonar færslur, margt áhugavert úr tískuheiminum sem hún fylgist greinilega vel með. En hún setur líka inn myndir úr eigin daglegu lífi, allskonar skemmtilegheit. Eins og til dæmis þá málshætti sem hún og börnin fengu úr páskaeggjum þegar þau tóku forskot á sæluna um daginn. Hún setti líka nýlega inn myndir af tveimur flíkum sem hún keypti í Kolaportinu, en þar rakst hún á Max Mara og Escada, merkjavöru sem hún hélt að væri ekki hægt að finna í portinu góða. Hún setur líka stundum inn alls konar hugleiðingar og gullkorn sem hún finnur á netinu, til dæmis þessi orð sem sögð eru koma frá Georg Elliot:

„It is never too late to be who you might have been.“