Hungruð Jennifer Lawrence leikur Katniss Everdeen í myndinni.
Hungruð Jennifer Lawrence leikur Katniss Everdeen í myndinni.
Tvær nýjar myndir verða frumsýndar um helgina og gætu þær ekki verið ólíkari. Friends with Kids Hér er á ferðinni rómantísk gamanmynd um tvo vini sem ákveða að eignast saman barn en sleppa öllu veseninu sem fylgir því að vera í sambandi, þ.e.

Tvær nýjar myndir verða frumsýndar um helgina og gætu þær ekki verið ólíkari.

Friends with Kids

Hér er á ferðinni rómantísk gamanmynd um tvo vini sem ákveða að eignast saman barn en sleppa öllu veseninu sem fylgir því að vera í sambandi, þ.e. ástinni og hjónabandinu. Vinahópur þeirra samanstendur af pörum og eru þau einu einstaklingarnir sem ekki eru í sambandi. Þegar barnið fæðist virðist fyrirkomulagið vera fullkomið en síðan hitta þau bæði einstakling sem þau verða ástfangin af og þá hefst skemmtilegur kafli.

Jennifer Westfeldt leikstýrir myndinni og með aðalhlutverk fara Edward Burns, Adam Scott, Kelly Bishop, Lee Bryant, Maya Rudolph, Jennifer Westfeldt, Megan Fox, Kristen Wiig og Chris O'Dowd.

Rotten Tomatoes: 63%

IMDB: 63/100

The Hunger Games

Eftir langa þurrka, eldsvoða, hungursneyð og stríðsátök hefur Norður-Ameríka hrunið og Bandaríkin eru ekki lengur til en í stað þeirra er komið ríkið Panem en því er skipt þannig að ein stór höfuðborg er í ríkinu og tólf svæði. Á hverju ári eru valdir fulltrúar frá hverju svæði til að taka þátt í Hungurleikunum eða The Hunger Games. Leikarnir eru ætlaðir til þess að bæði skemmta og vekja ótta meðal íbúa landsins. Þegar 16 ára gömul systir Katniss er valin til að keppa á leikunum býður Katniss sig fram í hennar stað til að taka þátt. Gary Ross leikstýrir myndinni og með aðalhlutverk fara Donald Sutherland, Stanley Tucci, Woody Harrelson, Elizabeth Banks, Lenny Kravitz, Josh Hutcherson, Alexander Ludwig, Jennifer Lawrence og Isabelle Fuhrman

Rotten Tomatoes: 98%

IMDB: 63/100 engin einkunn komin.