Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar heldur fræðslufund á laugardaginn kl. 11 í fundarsal Þjóðminjasafnsins.

Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar heldur fræðslufund á laugardaginn kl. 11 í fundarsal Þjóðminjasafnsins.

Þar flytur Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur, fyrirlestur sem hún nefnir: Ljótu golurnar – samskipti fyrstu kynslóðar íslenskra hjúkrunarkvenna við lækna.

Fyrirlesturinn er öllum opinn. Segir í tilkynningu að hann fjalli um viðkvæm samskipti hjúkrunarkvenna og lækna í upphafi síðustu aldar.