Garðabær Bæjarstjórn hefur samþykkt að innleiða ákvæði barnasáttmála SÞ.
Garðabær Bæjarstjórn hefur samþykkt að innleiða ákvæði barnasáttmála SÞ. — Morgunblaðið/Golli
Ákvæði barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna verða innleidd á markvissan hátt í stjórnsýslu og stofnunum Garðabæjar á næstu misserum. Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti samhljóma tillögu þess efnis á fundi sínum í síðustu viku.

Ákvæði barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna verða innleidd á markvissan hátt í stjórnsýslu og stofnunum Garðabæjar á næstu misserum.

Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti samhljóma tillögu þess efnis á fundi sínum í síðustu viku.

Þetta á sérstaklega við um þau ákvæði sem lúta að vernd og umönnun barna svo og virkri þátttöku barna í ákvörðunum er þau varða.

Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna var fullgiltur á Íslandi árið 1992. Þrátt fyrir það hefur embætti umboðsmanns barna lýst áhyggjum sínum af því að hann hafi ekki verið innleiddur á markvissan hátt í stjórnsýsluna.

Í tilkynningu segir Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, sem lagði tillöguna fram, að í sáttmálanum felist ný sýn á réttarstöðu barna, þar sem litið sé á þau sem virka þátttakendur í samfélaginu og mannréttindi þeirra höfð að leiðarljósi.

Sveitarfélög bera ábyrgð á mörgum málaflokkum sem snerta börn og umhverfi þeirra. Það á t.d. við um daggæslu, leik- og grunnskóla og skipulagsmál sem tengjast málefnum barna á marga vegu, t.d. hvað varðar umferðaröryggi, örugg leiksvæði o.fl.

Innleiðingin hjá Garðabæ verður unnin í samvinnu við innanríkisráðuneytið og umboðsmann barna.