Elsa B. Friðfinnsdóttir
Elsa B. Friðfinnsdóttir
Eftir Elsu B. Friðfinnsdóttur: "Í Morgunblaðinu í gær birtist grein eftir tvo lækna sem skrifuð er í tilefni frumvarps velferðarráðherra um að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður fái takmarkaða heimild til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum."

Í Morgunblaðinu í gær birtist grein eftir tvo lækna sem skrifuð er í tilefni frumvarps velferðarráðherra um að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður fái takmarkaða heimild til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum. Læknarnir vorkenna ráðherra og halda því fram að frumvarpið sé ekki lagt fram á faglegum forsendum til að auka gæði heilbrigðisþjónustunnar, heldur eingöngu vegna þrýstings frá fagfélagi hjúkrunarfræðinga! Þetta er merkileg fullyrðing. Ég vissi ekki að velferðarráðherra væri vinnumaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ég þakka læknunum ábendinguna.

ELSA B. FRIÐFINNSDÓTTIR,

formaður Félags íslenskra

hjúkrunarfræðinga.

Eftir Elsu B. Friðfinnsdóttur