— Ljósmynd/Sigurjón Pétursson
Þau láta ekki bílaumferðina trufla sig, hreindýrin sem undanfarna daga hafa haldið sig við þjóðveginn um Fagradal. Hópurinn telur alls um 120 dýr og mun að öllum líkindum halda sig á svæðinu næstu vikur, eða allt þar til kýrnar bera í maí.
Þau láta ekki bílaumferðina trufla sig, hreindýrin sem undanfarna daga hafa haldið sig við þjóðveginn um Fagradal. Hópurinn telur alls um 120 dýr og mun að öllum líkindum halda sig á svæðinu næstu vikur, eða allt þar til kýrnar bera í maí. Þá vilja þær meira næði og halda inn í dali eða upp til fjalla. Skarphéðinn G. Þórisson, náttúrufræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands, segir veturinn almennt hafa verið dýrunum góður og þau hafi lítið leitað niður í byggð. Nokkuð af dýrum hafi þó fallið á Suðausturlandi, flest fórnarlömb ákeyrslna. Skarphéðinn segir hreindýrin halda til óþarflega nálægt vegunum en í því samhengi sé skammdegið hættulegast, bæði dýrum og ökumönnum.