[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Guðmundur Kristjánsson, baráttujaxlinn í liði Breiðabliks, mun leika með norska B-deildarliðinu Start á komandi leiktíð. Breiðablik og Start komust að samkomulagi um lánssamninginn í gær og heldur Guðmundur utan á sunnudaginn.
G uðmundur Kristjánsson, baráttujaxlinn í liði Breiðabliks, mun leika með norska B-deildarliðinu Start á komandi leiktíð. Breiðablik og Start komust að samkomulagi um lánssamninginn í gær og heldur Guðmundur utan á sunnudaginn. Guðmundur framlengdi samning sinn við Blikana í gær og eftir að lánssamningnum lýkur hefur Start forkaupsrétt á honum en forráðamenn Breiðabliks og Start hafa þegar náð samkomulagi um kaupverðið fari svo að Start ákveði að semja við leikmanninn til frambúðar.

Ítalska knattspyrnuliðið Juventus var í gær sektað í þriðja sinn á leiktíðinni fyrir kynþáttaníð sem stuðningsmenn liðsins hafa haft uppi gegn andstæðingum liðsins, síðast gegn AC Milan í bikarleik liðanna í vikunni. Íþróttayfirvöld á Ítalíu sektuðu Juventus um 20 þúsund evrur, jafnvirði 3,3 milljóna íslenskra króna, og tvöfölduðu þar með upphæðina sem félagið var sektað um í janúar þegar stuðningsmennirnir beittu tvo leikmenn Udinese kynþáttaníði. Þá var Juventus sektað um 10 þúsund evrur í október.

J óhann Berg Guðmundsson skoraði annað mark AZ Alkmaar sem tapaði fyrir Heracles í framlengdum leik í undanúrslitum hollensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær.

Heracles hafði betur í framlengingunni, 4:2, en Jóhann Berg kom AZ í 2:1 með marki á 22. mínútu. Úrslitin komu á óvart þar sem 11 sæti skilja liðin að í deildinni. PSV bíður Heracles í úrslitum 7. apríl.