Það réðist í gær hvaða lið mætast í úrslitakeppni karla í körfuknattleik eftir að lokaumferðin í Iceland Express deildinni var leikin. Þór Þ. gerði engin mistök þegar þeir voru í heimsókn hjá Haukum, sem voru fallnir úr deildinni.

Það réðist í gær hvaða lið mætast í úrslitakeppni karla í körfuknattleik eftir að lokaumferðin í Iceland Express deildinni var leikin. Þór Þ. gerði engin mistök þegar þeir voru í heimsókn hjá Haukum, sem voru fallnir úr deildinni. Þeir gerðu sitt í baráttunni um 3. sætið sem var þeirra eftir að Stjarnan tapaði fyrir Grindavík suður með sjó. Þór mætir Snæfellingum. Grindvíkingar vöknuðu þar með af værum blundi eftir að deildarmeistaratitilinn var tryggður. Fyrir vikið þurftu Stjörnumenn að sætta sig við 4. sætið og mæta því Keflavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Keflavík sem var öruggt með fjórða sætið að lágmarki, marði Fjölni eins og fjallað er um hér að ofan. Fjölnir varð þar með af sæti í úrslitakeppninni en þangað hefði liðið getað farið með sigri. Njarðvík sem var með tveimur stigum meira en Fjölnir fyrir leikinn tapaði á Sauðárkróki. Sigur hjá Grafarvogspiltum hefði því þýtt að Njarðvík, sem mætir Grindavík í fyrstu umferð, hefði setið eftir. Tindastóll var eina liðið fyrir utan Grindavík sem ekki gat hreyfst úr stað á tölfunni af efstu 10 liðunum.

ÍR gat ekki náð inn í úrslitakeppnina en liðið tapaði fyrir KR sem tryggði þar með 2. sætið og mæta Stólunum. Sjá má úrslit og tölfræði hér til hliðar.

omt@mbl.is