Þjóðarréttur SS-pylsan er vinsæl.
Þjóðarréttur SS-pylsan er vinsæl. — Morgunblaðið/Jim Smart
„Við erum í raun ekki að horfa á verslunarmarkað. Við teljum að með vöru eins og pylsur eigum við meiri möguleika með því að selja hana sem þá upplifun að fá sér eina með öllu.

„Við erum í raun ekki að horfa á verslunarmarkað. Við teljum að með vöru eins og pylsur eigum við meiri möguleika með því að selja hana sem þá upplifun að fá sér eina með öllu. Þeir fjölmörgu erlendu og innlendu aðilar sem hafa sýnt pylsunni okkar áhuga hafa hugsað hana þannig. Þeir vilja fá að selja hana á pylsustöðum erlendis eða setja upp slíka staði sjálfir,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, SS, um sóknarfæri hinnar víðfrægu vöru.

Með öll tilskilin leyfi

Útflutningurinn tengist þeim tímamótum í rekstri SS að félagið hefur fengið leyfi til að flytja út allar fullunnar vörur frá kjötvinnslu sinni á Hvolsvelli til ríkja Evrópusambandsins en hafði áður leyfi fyrir sláturstöðina á Selfossi.

Að sögn Steinþórs býður útflutningurinn upp á hærra hráefnisverð en með því að flytja út óunnar kjötvörur. Jafnframt stendur til að flytja út álegg og steikur og segir Steinþór að þær vörur verði ætlaðar hágæðaverslunum.

Hann kveðst ekki hafa tölu á fjölda fyrirspurna um pylsuna frá Evrópu og Bandaríkjunum.

Ætlunin sé að vinna með tiltekna markaði og gera hlutina hægt en vel til að byrja með. baldura@mbl.is