[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Lionel Messi er búinn að skjótast fram úr Cristiano Ronaldo í baráttu þeirra um markakóngstitilinn á Spáni.
L ionel Messi er búinn að skjótast fram úr Cristiano Ronaldo í baráttu þeirra um markakóngstitilinn á Spáni. Messi, sem skoraði þrennu gegn Granada í vikunni, er markahæstur í deildinni með 34 mörk en Ronaldo, sem skoraði eina mark Real Madrid í jafnteflinu á móti Villareal í fyrrakvöld, fylgir fast á eftir með 33 mörk. Falcao , leikmaður Atlético Madrid, kemur svo í þriðja sætinu með 19 mörk.

Aganefnd Handknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að sekta handknattleiksdeild FH um 25 þúsund krónur vegna framkomu leikmanna og þjálfara liðsins að loknum leik Vals og FH í úrvalsdeild karla, N1-deildinni, fyrir skömmu.

Þá voru Sigurður Bragason , leikmaður ÍBV, og Guðni Már Kristinsson , leikmaður ÍR, úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ í fyrradag. Báðir taka út bannið í næstsíðustu umferð 1. deildar í karla í handknattleik í kvöld. Þá fær ÍBV liðsmenn Stjörnunnar í heimsókn og ÍR tekur á móti Víkingi. Þar getur ÍR tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni.

Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson dæma leik Göppingen og Dinamo Minsk í 8 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í handknattleik karla á morgun. Leikið verður í Þýskalandi.

S ergio Ramos , varnarmaðurinn sterki í liði Real Madrid, skráði nafn sitt í sögubækur félagsins í fyrrakvöld. Ramos sló vafasamt met en í 11. skipti á ferli sínum með Madridarliðinu fékk hann að líta rauða spjaldið þegar Real Madrid gerði 1:1 jafntefli við Villareal. Engum leikmanni í sögu Real Madrid hefur oftar verið vísað af velli en Ramos en hann kom til félagsins frá Sevilla árið 2005. Hann hefur spilað 221 deildaleik fyrir Real Madrid og að jafnaði fær hann rauða spjaldið á 20 leikja fresti.

Búlgarinn Krasimir Balakov var í gær ráðinn þjálfari þýska knattspyrnuliðsins Kaiserslautern. Balakov komst að samkomulagi við Hajduk Split um að fá að hætta þjálfun liðsins og taka við starfinu hjá þýska liðinu. Balakov leysir Marco Kurz af hólmi en honum var sagt upp störfum í vikunni en Kaiserslautern situr á botni þýsku 1. deildarinnar. Balakov lék á árum áður með Sporting Lissabon, Stuttgart og búlgarska landsliðinu.

Martin Kelly og Charlie Adam , leikmenn Liverpool, meiddust báðir í leik liðsins við QPR á Loftus Road í ensku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld og ólíklegt er að þeir spili gegn Wigan á laugardaginn. Knattspyrnustjórinn Kenny Dalglish sagði að Adam hefði tognað í hné og Kelly hefði verið tæpur eftir að hafa fengið högg á fótinn um síðustu helgi. „ Við verðum að sjá til hvernig þeir koma til fyrir laugardaginn ,“ sagði Dalglish eftir 3:2 ósigurinn gegn QPR á Loftus Road.