80 ára Óli er fæddur í Húsavík í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu, og ólst þar upp. Hann vann að me stu almenn landbúnaðarstörf fram til 1957.
80 ára Óli er fæddur í Húsavík í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu, og ólst þar upp. Hann vann að me stu almenn landbúnaðarstörf fram til 1957. Þá flutti hann til Reykjavíkur, hóf nám í rennismíði hjá Agli Vilhjálmssyni hf, lauk sveinprófi og varð síðar rennismíðameistari.

Eftir námið vann Óli á renniverkstæði Egils Vilhjálmssonar hf til 1984 en þá keypti hann verkstæðið ásamt starfsfélögum sínum. Verkstæðið fékk þá heitið Vélaverkstæðið Egill hf. og var Óli formaður eignafélagsins allan tímann, í tuttugu ár. Þá sat hann í stjórn Félags járniðnaðarmanna um árbil frá 1979.

Fjölskylda Óli kvæntist 28.12. 1963 Guðbjörgu Vilhjálmsdóttur, f. 31.5. 1942, húsmóður.

Dætur Óla og Guðbjargar: Guðrún Heiður, f. 16.4. 1965, deildarstjóri en maður hennar er Guðmundur Hallgrímsson verkfræðingur og eiga þau tvö börn; Ragnheiður Kristín, f. 7.9. 1967, húsmóðir og á tvo syni; Stefanía Lilja, f. 7.9. 1967, deildarstjóri en maður hennar er Ingvi Ingólfsson, húsgagnameistari og eiga þau tvo syni.

Systkini Óla Grímur Stefáns sem er látinn; Sigfríður, Agnar og Ragnheiður.

Foreldrar Óla Runólfur Sigurðsson, oddviti í Húsavík og k.h., Stefanía G. Grímsdóttir húsfreyja.