Aðstæður Meirihluti segir þær slæmar.
Aðstæður Meirihluti segir þær slæmar.
Nær allir stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins telja aðstæður í atvinnulífinu enn slæmar en þeim fjölgar sem búast við að þær batni eftir sex mánuði.

Nær allir stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins telja aðstæður í atvinnulífinu enn slæmar en þeim fjölgar sem búast við að þær batni eftir sex mánuði. Þetta er helsta niðurstaða könnunar á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja landsins sem gerð var í febrúar og mars og birt er á vef Samtaka atvinnulífsins.

Yfirleitt er nægt framboð af starfsfólki og skortur á því afmarkaður við tilteknar greinar. Að jafnaði er hvorki búist við fjölgun starfsmanna á næstunni né mikilli aukningu fjárfestinga á árinu. Verðbólguvæntingar hafa aukist mikið að undanförnu, sem og væntingar um hækkun stýrivaxta, og búist er við því að gengi krónunnar veikist áfram.

Mikill meirihluti stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins telur aðstæður í atvinnulífinu slæmar og hefur það mat lítið breyst undanfarin ár. Nú telja 64% stjórnenda aðstæður slæmar en hlutfallið var 67% í síðustu könnun sem gerð var í lok síðastliðins árs. Rúmur þriðjungur telur að þær séu hvorki góðar né slæmar en aðeins 2% að þær séu góðar. Sem fyrr er hljóðið þyngra á landsbyggðinni, en fjórir af hverjum fimm stjórnendum á landsbyggðinni telja aðstæður slæmar en þrír af hverjum fimm á höfuðborgarsvæðinu.