Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir mikilvægt að fá á hreint hvort nýfallinn dómur í Hæstarétti í máli einstaklinga eigi einnig við um fyrirtæki og því hafi Hagar ákveðið að höfða mál á hendur Arion banka.

Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir mikilvægt að fá á hreint hvort nýfallinn dómur í Hæstarétti í máli einstaklinga eigi einnig við um fyrirtæki og því hafi Hagar ákveðið að höfða mál á hendur Arion banka.

Finnur bendir á að tvö gengistryggð lán Haga hafi að fullu verið gerð upp í október 2009. Eftir að Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að gengistryggð lán væru ólögleg hefði Arion banki metið stöðuna á ný og vegna endurútreiknings bankans hefði hann greitt Högum rúmlega 514 milljónir króna í desember 2011.

Í kjölfar niðurstöðu dóms Hæstaréttar í máli vegna vaxta af gengistryggðum lánum, sem kveðinn var upp um miðjan febrúar, er það niðurstaða lögfræðiálits KPMG ehf. að Hagar eigi rúmra 824 milljóna króna kröfu til viðbótar við greiðsluna í desember sl. á bankann vegna fyrrnefndra lána, miðað við 29. febrúar 2012.