Áfallastreita? Robert Bales liðþjálfi myrti 16 óbreytta borgara í Afganistan.
Áfallastreita? Robert Bales liðþjálfi myrti 16 óbreytta borgara í Afganistan. — AP
Yfirvöld í bandaríska landhernum rannsaka nú hvort sálfræðingar hafi ýtt til hliðar greiningu á áfallastreitu hermanna til að spara fé.

Yfirvöld í bandaríska landhernum rannsaka nú hvort sálfræðingar hafi ýtt til hliðar greiningu á áfallastreitu hermanna til að spara fé. Áhyggjur af sálrænu álagi hermanna hafa vaknað eftir að liðþjálfinn Robert Bales myrti 16 óbreytta borgara í Afganistan.

Ráðist var í rannsóknina eftir að í ljós kom að sálfræðingar við herstöðina Lewis-McCord í Washington-ríki hefðu breytt mati um 40% hermanna, sem greindir höfðu verið með áfallastreitu. Bales var í þeirri herstöð, en ekki er vitað hvort hann var í þessum hópi.