Stærsti hundur heims, „Giant George“, hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og viðbúið er að frægð hans aukist því eigandi hans hefur skrifað bók um hann.
Stærsti hundur heims, „Giant George“, hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og viðbúið er að frægð hans aukist því eigandi hans hefur skrifað bók um hann. Risahundurinn er 1,09 metra hár, vegur 111 kíló og er stærsti hundur sögunnar samkvæmt Heimsmetabók Guinness. Eigandi risans, Dave Nasser, sem býr í Tuscon í Arizona, segir hundinn éta um 90 kíló af mat á mánuði.