— Morgunblaðið/Eggert
14. apríl 1695 Hafís rak inn á Faxaflóa í fyrsta sinn í áttatíu ár og þótti það „undrum gegna,“ eins og sagði í Vallaannál. Ísinn hafði rekið suður með Austfjörðum og vestur með Suðurlandi. 14.

14. apríl 1695

Hafís rak inn á Faxaflóa í fyrsta sinn í áttatíu ár og þótti það „undrum gegna,“ eins og sagði í Vallaannál. Ísinn hafði rekið suður með Austfjörðum og vestur með Suðurlandi.

14. apríl 1963

Hrímfaxi, flugvél Flugfélags Íslands, fórst í aðflugi að Fornebu-flugvelli í Ósló á páskadag. Tólf manns létust, fimm manna áhöfn og sjö farþegar, þeirra á meðal Anna Borg leikkona.

14. apríl 1992

Ráðhús Reykjavíkur var tekið í notkun, nákvæmlega fjórum árum eftir fyrstu skóflustunguna. Heildarflatarmál hússins er rúmir fimm þúsund fermetrar, auk kjallara. Byggingarkostnaður var á fjórða milljarð króna.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.