ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Messa og ferming kl. 14. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásdísi Pétursdóttur Blöndal djákna. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson.
ÁSTJARNARKIRKJA | Fermingarmessa, laugardag kl. 11 og 13.30 í Hafnarfjarðarkirkju. Sunnudagaskólinn, sunnudag, leggur alla kirkjuna undir sig og býður upp á kaffihús.
BESSASTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson og Gréta Konráðsdóttir djákni þjóna. Álftaneskórinn syngur undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista. Ferming. Aðalsafnaðarfundur eftir messu í Brekkuskógum 1. Boðið upp á súpu og brauð.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli kl. 11 í Brekkuskógum 1. Umsjón hafa Auður, Baldvin, Agnes María, Finnur og Heiða Lind ásamt yngri leiðtogum.
BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Gleðidagar. Árni Svanur og Rannveig Iðunn þjóna.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Kór Breiðholtskirkju syngur, organisti er Örn Magnússon. Kaffi og djús á eftir. Tónleikar kórs Breiðholtskirkju kl. 20.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Kór Bústaðakirkju syngur, organisti Jónas Þórir. Prestur sr. Pálmi Matthíasson. Aðalsafnaðarfundur Bústaðasóknar verður eftir messu. Vorgleði yngri kóra kirkjunnar kl. 17. Stjórnandi er Svava Kristín Ingólfsdóttir, píanó Jónas Þórir. Englakór, Barnakór og Kammerkór unglinga. Tónlistin tengist lífinu í margvíslegri mynd. Aðgangur er frír.
DIGRANESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti Þorvaldur Halldórsson. Léttar veitingar á eftir. Sjá www.digraneskirkja.is.
DÓMKIRKJAN | Útvarpsmessa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Barn borið til skírnar. Sunnudagaskóli kl. 11 á kirkjuloftinu. Æðruleysismessa kl. 20. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og Karl V. Matthíasson þjóna, Bræðrabandið sér um tónlistina.
EMMANÚELS BAPTISTAKIRKJAN | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli (Mass & Sundayschool) kl. 12 í Garðabæ að Skólabraut 6. Boðið upp á veitingar á eftir. Prestar sr. Bill Jessup og Robert Andrew Hansen. Guðsþjónusta á ensku og íslensku (in English & Icelandic). Þurfi að sækja, hringið í s. 8470-081.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Guðný Einarsdóttir. Vilborg Helgadóttir söngkona syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Nemendur í tónlistarnámi spila á orgel og píanó. Sunnudagaskóli kl. 11, búnar til sumargjafir. Meðhjálpari er Jóhanna Freyja Björnsdóttir.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagskóli kl. 11.
FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11 og hressing í lokin. Samkoma kl. 13.30. Tónlist, prédikun frá Greg Aikins, fyrirbænir og kaffi á eftir.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingarmessa kl. 14. Prestar eru sr. Hjörtur Magni Jóhannsson og sr. Bryndís Valbjarnardóttir. Kór Fríkirkjunnar leiðir tónlistina ásamt Aðalheiði Þorsteinsdóttur, orgelleikara. Barnastarf á kórloftinu kl. 14.
GRAFARVOGSKIRKJA | Ferming kl. 10.30 og 13.30. Sr. Vigfús Þór Árnason, sr. Lena Rós Matthíasdóttir og sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjóna fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur. Organisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón Þóra Björg Sigurðardóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.
Borgarholtsskóli Messa kl. 11. Sr. Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar fyrir altari. Vox Populi syngur, organisti er Guðlaugur Viktorsson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Umsjón hefur Anna Arnarsdóttir.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10, bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11 í umsjá Helgu o.fl. Messa kl. 11. Altarisganga og samskot til SÍK (kristniboð). Messuhópur þjónar. Prestur Ólafur Jóhannsson. Molasopi á eftir. Fermingarmessa kl. 13.30. Prestar Ólafur Jóhannsson og Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Kirkjukór Grensáskirkju syngur og organisti er Árni Arinbjarnarson í báðum athöfnum.
GUÐRÍÐARKIRKJA Grafarholti | Fermingarmessa og sunnudagaskóli kl. 11. Prestar sr. Sigríður Guðmarsdóttir og sr. Karl V. Matthíasson. Organisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Sunnudagaskóli í umsjá Árna Þorláks Guðnasonar. Meðhjálpari Aðalsteinn D. Októsson, kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Messuhópur aðstoðar. Organisti Douglas A. Brotchie. Félagar úr Barbörukórnum syngja. Sunnudagaskóli kl. 11 í Strandbergi.
HALLGRÍMSKIRKJA | Orgel fyrir alla, laugardag kl. 14. Guðný Einarsdóttir, organisti Fella- og Hólakirkju, flytur verkið „Myndir á sýningu“ e. Moussorgsky. Sögumaður er Valur Freyr Einarsson leikari. Messa og barnastarf, sunnudag kl. 11. Ferming. Magnea Sverrisdóttir djákni prédikar og þjónar ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Kvartett úr Drengjakór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju syngur. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Hörður Áskelsson.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 10.30, ferming. Guðmundur Hafsteinsson leikur á trompet og Ingibjörg Guðlaugsdóttir á básúnu. Kirkjukór Háteigskirkju syngur, organisti er Kári Allansson. Barnaguðsþjónusta kl. 11 í safnaðarheimilinu.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Tónlistarmessa kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Valdemar Gísli Valdemarsson leikur einleik á gítar, organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Sunnudagaskóli kl. 13. Sjá www.hjallakirkja.is.
HJARÐARHOLTSKIRKJA Dölum | Messa kl. 12. Prestur Óskar Ingi Ingason. Organisti Halldór Þorgils Þórðarson og kirkjukór Dalaprestakalls leiðir sönginn.
HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Samkoma kl. 17. Umsjón: Heimahóparnir. Sigurður Ingimarsson talar.
HVALSNESSÓKN | Fermingarmessa í safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 14. Prestur sr. Sigurður Grétar Sigurðsson. Tónlist í umsjá hljómsveitarinnar Tilviljun?
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 13.30. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnastarf. Örn Leó Guðmundsson prédikar. Kaffi á eftir.
KFUM og KFUK | Samkoma kl. 20. Ræðumaður Guðlaugur Gunnarsson. Bjarni Gunnarsson, Rúna Þráinsdóttir og félagar sjá um stjórnun og tónlistarflutning. Samkomuþjónar verða Snorri og Kristín. Sælgætis- og gossala KSS-inga opnuð á eftir.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová kantors. Umsjónarmenn sunnudagask. eru Þóra Marteinsdóttir og Sólveig Anna Aradóttir.
KVENNAKIRKJAN | Guðsþjónusta í Friðrikskapellu við Valsheimilið á Hlíðarenda kl. 20. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng. Kór kvennakirkjunnar leiðir söng við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Á eftir verður kaffi.
LANGHOLTSKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11. Félagar úr kór Langholtskirkju syngja, organisti er Ólafur W. Finnsson. Prestur Sigrún Óskarsdóttir. Sunnudagaskóli í safnaðarh. kl. 11. Aðalfundur safnaðarins á eftir.
LAUGARNESKIRKJA | Sunnudagaskóli haldinn í íþróttasal Laugarnesskóla kl. 11 þar sem sunnudagaskólakennarar taka sprettinn með börnunum. Fermingarguðsþjónusta kl. 11 í kirkjunni. Þar þjónar sr. Bjarni Karlsson ásamt Erlu Björk Jónsdóttur æskulýðsfulltrúa, Gunnari Gunnarssyni organista, Kór Laugarneskirkju og hópi sjálfboðaliða.
LÁGAFELLSKIRKJA | Fermingarmessa kl. 10.30. Prestar. sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Skírnir Garðarsson. Organisti Arnhildur Valgarðsdóttir og kirkjukór Lágafellssóknar syngur. Einsöngvari er Arnþrúður Ösp Karlsdóttir. Einleikari á fiðlu Matthías Stefánsson. Meðhjálpari Arndís Linn.
LINDAKIRKJA Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Ferming og barn borið til skírnar. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Prestur er Guðmundur Karl Brynjarsson.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng, organisti er Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Umsjón með barnastarfinu hafa Sigurvin, Katrín og Ari. Veitingar á eftir. Fermingarmessa kl. 13.30. Prestar sr. Örn Bárður Jónsson og sr. Sigurður Árni Þórðarson.
SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í Grensáskirkju. Ræðumaður er Skúli Svavarsson.
SAUÐÁRKRÓKSKIRJA | Fermingarmessa kl. 11. Kirkjukórinn leiðir söng, organisti Rögnvaldur Valbergsson. Prestur sr. Sigríður Gunnarsdóttir.
SELFOSSKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimili. Sjá www.selfosskirkja.is.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Síðasata barnaguðþjónusta vetrarins. Pylsuveisla á eftir. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti er Tómas Guðni Eggertsson.
SELTJARNARNESKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Lok sunnudagaskólans. Óvæntur gestur kemur í heimsókn. Starfsfólk sunnudagaskólans þjónar ásamt sóknarpresti og organista. Veitingar. Gönguferð í klukkutíma á undan athöfn. Lagt af stað frá Seltjarnarneskirkju kl. 9.30.
ÚTSKÁLAKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11. Prestur sr. Sigurður Grétar Sigurðsson. Tónlist í umsjá hljómsveitarinnar Tilviljun?
VEGURINN kirkja fyrir þig | Fjölskyldusamkoma kl. 14. Barnastarf, lofgjörð, prédikun og fyrirbæn. Bernhard Wiencke prédikar.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar í kór Vídalínskirkju leiða sönginn undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Sunnudagaskóli kl. 11 undir handleiðslu Erlu Bjarkar Káradóttur og fræðara sunnudagaskólans. Kaffi og djús á eftir. Sjá gardasokn.is.
VÍÐISTAÐAKIRKJA Hafnarfirði | Kirkjuskóli í dag, laugardag kl. 11. Fermingarmessa sunnudag kl. 10.30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Prestur er sr. Bragi J. Ingibergsson. Blómamessa á sumardaginn fyrsta kl. 11. Barna- og unglingakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Prestur sr. Bragi J. Ingibergsson. Grill og leikir á eftir.
(Jóh. 20)
(Jóh. 20)