Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH, skoraði sigurmark Öster gegn Trelleborg, 2:1, í sænsku B-deildinni í knattspyrnu í gær.
D avíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH, skoraði sigurmark Öster gegn Trelleborg, 2:1, í sænsku B-deildinni í knattspyrnu í gær. Davíð er að hefja sitt þriðja tímabil með Öster sem spáð er góðu gengi í ár en liðið hefur nú unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu. Davíð gerði markið með glæsilegum skalla í stöng og inn eftir skyndisókn Öster og fyrirgjöf frá hægri.

Brynjar Björn Gunnarsson og samherjar hans í Reading eru langt komnir með að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir sigur á Southampton, 3:1, á útivelli í uppgjöri tveggja efstu liðanna í gærkvöld. Brynjar var varamaður í gærkvöld og kom ekki við sögu en varamaðurinn Adam Le Fondre tryggði sigurinn með tveimur mörkum á lokakaflanum.

Liverpool og Everton mætast í grannaslag í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu á Wembley-leikvanginum í dag klukkan 11.30 að íslenskum tíma. Þriðji markvörður Liverpool, Brad Jones , ver markið en Pepe Reina og Alexander Doni eru báðir í banni. Chelsea og Tottenham mætast í seinni undanúrslitaleiknum á Wembley klukkan 17 á morgun. Þar er Ashley Cole klár í slaginn með Chelsea eftir fjarveru vegna meiðsla.