Ólafur Elíasson
Ólafur Elíasson
Skipuleggjendur Ólympíuleikanna í Lundúnum höfnuðu verki Ólafs Elíassonar sem setja átti upp í tengslum við leikana í haust. Kostnaður við verkið var áætlaður um 200 milljónir króna, en það átti að vera hluti af listahátíð í Lundúnum.

Skipuleggjendur Ólympíuleikanna í Lundúnum höfnuðu verki Ólafs Elíassonar sem setja átti upp í tengslum við leikana í haust. Kostnaður við verkið var áætlaður um 200 milljónir króna, en það átti að vera hluti af listahátíð í Lundúnum.

Fjármagna átti verkið með styrk frá lottósjóði Ólympíuleikanna, en skipuleggjendur drógu styrkumsóknina til baka.

Verk Ólafs var innsetning sem fólst meðal annars í því að fá vegfarendur til að draga andann djúpt fyrir einstakling, hreyfingu eða málstað og skrá það síðan á sérstaka vefsíðu. Í tilkynningu frá skipuleggjendum Ólympíuleikanna kom fram að þeir myndu ekki óska eftir fjárstuðningi þar sem verkið hefði breyst of mikið frá fyrstu hugmyndum, það væri of kostnaðarsamt og einnig væri það líklegt til að verða umdeilt.

Samkvæmt frétt BBC vinnur Ólafur nú að nýrri hugmynd að verki sem fjármagnað verður á annan hátt. Það verður kynnt í næsta mánuði sem hluti af listahátíð Lundúna, svonefndum Ólympíuleikum listarinnar, sem hefst 21. júní.