Fjölbreytni Stórsveit Reykjavíkur leikur í Ráðhúsinu í dag ásamt sex öðrum stórsveitum. Alls verða flytjendur á tónleikunum því um 140 talsins.
Fjölbreytni Stórsveit Reykjavíkur leikur í Ráðhúsinu í dag ásamt sex öðrum stórsveitum. Alls verða flytjendur á tónleikunum því um 140 talsins.
Stórsveit Reykjavíkur stendur fyrir árlegu Stórsveitamaraþoni í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag milli kl. 13:00-16:30. Að vanda býður Stórsveitin til sín yngri og eldri stórsveitum landsins og leikur hver hljómsveit í u.þ.b. 30 mínútur.

Stórsveit Reykjavíkur stendur fyrir árlegu Stórsveitamaraþoni í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag milli kl. 13:00-16:30. Að vanda býður Stórsveitin til sín yngri og eldri stórsveitum landsins og leikur hver hljómsveit í u.þ.b. 30 mínútur.

Sveitirnar koma fram í þessari röð: Stórsveit Reykjavíkur, Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Big Bang Lúðrasveitar verkalýðsins, Stórsveit Tónlistarskóla Garðabæjar, Stórsveit Öðlinga, Stórsveit Skólahljómsveita Reykjavíkurborgar og Stórsveit Tónlistarskóla FÍH. Stórsveitamaraþonið er nú haldið í 16. sinn. Að sögn skipuleggjenda er uppákoman þáttur í uppeldisviðleitni Stórsveitar Reykjavíkur. Dagskráin verður fjölbreytt og gera má ráð fyrir að flytjendur verði um 140 talsins. Sveitirnar eru á ólíkum getustigum og aldri; allt frá börnum til eldri borgara.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir, en áhorfendum er frjálst að koma og fara á meðan maraþonið stendur yfir.