Höfuðstöðvar AGS.
Höfuðstöðvar AGS.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að þrátt fyrir aðhald í fjármálum hins opinbera sé ljóst að það muni taka lengri tíma en áður var áætlað að ná jafnvægi í ríkisfjármálum.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að þrátt fyrir aðhald í fjármálum hins opinbera sé ljóst að það muni taka lengri tíma en áður var áætlað að ná jafnvægi í ríkisfjármálum. AGS telur því mikilvægt, eigi að takast að ná settu markmiði í þeim efnum, að stjórnvöld ráðist í frekari ráðstafanir í ríkisfjármálum sem nemur 0,5% af landsframleiðslu . Slíkar ráðstafanir, hvort sem um væri að ræða niðurskurð í ríkisútgjöldum eða skattahækkanir, þyrftu því að vera um 8 milljarðar.