Námstefna undir yfirskriftinni Foreldrar í vanda – börn í vanda, heilbrigð frumtengsl – forsenda lífshæfni, verður haldin dagana 2.-3. maí í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.

Námstefna undir yfirskriftinni Foreldrar í vanda – börn í vanda, heilbrigð frumtengsl – forsenda lífshæfni, verður haldin dagana 2.-3. maí í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.

Að henni standa Þerapeia, Miðstöð foreldra og barna og Barnaverndarstofa.

Aðalfyrirlesarar verða Kari Killén frá Noregi og May Olofsson frá Danmörku en báðar eru þær þekktar á alþjóðavettvangi fyrir framlag sitt og rannsóknir.

Nánari upplýsingar og skráning eru hjá Þerapeiu.