Um helgina lýkur í Hafnarborg sýningu á íslenskri skartgripahönnun sem ber yfirskriftina Rætur . Í dag kl. 15 mun Tinna Gunnarsdóttir hönnuður taka þátt í leiðsögn um sýninguna.
Um helgina lýkur í Hafnarborg sýningu á íslenskri skartgripahönnun sem ber yfirskriftina Rætur . Í dag kl. 15 mun Tinna Gunnarsdóttir hönnuður taka þátt í leiðsögn um sýninguna. Línan sem Tinna sýnir á Rótum ber heitið Ómur (2012) og samanstendur af hálsmenum, eyrnalokkum og hring úr ródíumhúðuðu silfri. Tinna hannar skartgripalínuna í samstarfi við Asa, íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun skartgripa. Á sýningunni eru 26 höfundar og flestir gripanna eru sérstaklega unnir fyrir hana. Höfundarnir nota fjölbreytt efni, allt frá dýrum málmum og gimsteinum til timburs og mosa. „Þannig endurspeglar sýningin mikla grósku á þessu sviði hér á landi og vísar jafnt til náttúrunnar sem og menningarlegra eða persónulegra róta höfunda,“ segir m.a. í tilkynningu frá sýningarhöldurum.