Eimskip Íslands ehf. átti lægsta tilboðið í rekstur Vestamannaeyjaferju 2012-2014 við seinni opnun tilboða í gær. Samskip hf. var með næstlægsta boð og Sæferðir ehf. með þriðja lægsta boð sem var frávikstilboð.

Eimskip Íslands ehf. átti lægsta tilboðið í rekstur Vestamannaeyjaferju 2012-2014 við seinni opnun tilboða í gær. Samskip hf. var með næstlægsta boð og Sæferðir ehf. með þriðja lægsta boð sem var frávikstilboð.

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem opnuð eru tilboð í rekstur ferjunnar, en ekkert tilboðanna uppfyllti kröfur Vegagerðarinnar að fullu og því var efnt til seinni opnunar og tilboðsgjöfum gefið færi á að bæta úr formgöllum tilboðanna og þess vegna að breyta tilboðsupphæðinni sem þau og gerðu.

Þrjú fyrirtæki skiluðu inn tilboðum: Sæferðir, Samskip og Eimskip. Á vef Eyjafrétta segir að Eimskip hafi boðið tæpa 681 milljón króna. Athygli vekur að tilboð Eimskips nú er 178 milljón krónum lægra en í fyrstu opnun tilboða.

Sæferðir ehf. sendi inn tilboð upp á 903 milljón krónur og tvö frávikstilboð upp á 855 milljónir og 772 milljónir. Samskip sendi inn tilboð upp á 755 milljón krónur en áætlaður verktakakostnaður var tæpar 832 milljónir. Til samanburðar hljóðaði fyrsta tilboð Samskipa upp á 602 milljónir, tilboð Eimskips var upp á 859 milljónir og tvö frávikstilboð upp á 839 og 858 milljónir. Sæferðir buðu 903 milljónir í reksturinn, eins og nú, og tvö frávikstilboð upp á 821 og 876 milljón króna.

Eimskip hefur séð um rekstur Herjólfs síðustu ár, en Samskip voru áður með rekstur ferjunnar.