Kammerkór Norðurlands heldur tónleika í Siglufjarðarkirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Á efnisskrá tónleikanna eru eingöngu lög við texta Halldórs Laxness í tilefni af 110 ára afmæli skáldsins.

Kammerkór Norðurlands heldur tónleika í Siglufjarðarkirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Á efnisskrá tónleikanna eru eingöngu lög við texta Halldórs Laxness í tilefni af 110 ára afmæli skáldsins. Á tónleikunum verða flutt verk eftir fjölda íslenskra tónskálda.

Tónleikarnir á Siglufirði eru eins konar inngangur kórsins að tónleikum sem kórinn heldur í Hörpu sunnudaginn 22. apríl í tengslum við sérstaka hátíðardagskrá sem safnið á Gljúfrasteini stendur fyrir dagana frá 19. apríl til 9. maí. Stjórnandi kórsins er Guðmundur Óli Gunnarsson.