Þórir Hergeirsson
Þórir Hergeirsson
Þórir Hergeirsson, þjálfari norsku heimsmeistaranna í handknattleik kvenna, hefur skrifað undir nýjan samning við norska handknattleikssambandið um þjálfun liðsins til ársins 2016.

Þórir Hergeirsson, þjálfari norsku heimsmeistaranna í handknattleik kvenna, hefur skrifað undir nýjan samning við norska handknattleikssambandið um þjálfun liðsins til ársins 2016.

Þórir tók við liðinu árið 2009 eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari þess í nokkur ár en þá var það ríkjandi Ólympíu- og Evrópumeistari. Undir stjórn þessa 48 ára gamla Selfyssings hefur liðið fengið bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu 2009, gullverðlaun á Evrópumótinu 2010 og varð síðan heimsmeistari í Brasilíu í desember 2011.

„Þórir hefur farið með frábært kvennalandslið okkar á enn hærri stall. Að hann skuli halda áfram sem landsliðsþjálfari er það besta sem hægt var að gera til að halda sigurgöngunni áfram,“ segir Erik Langerud, framkvæmdastjóri norska handknattleikssambandsins, á vef sambandsins. vs@mbl.is