Guðný Einarsdóttir
Guðný Einarsdóttir
Guðný Einarsdóttir, organisti Fella- og Hólakirkju, flytur verkið Myndir á sýningu eftir Modest Moussorgsky á orgeltónleikunum Orgel fyrir alla í Hallgrímskirkju í dag kl. 14.
Guðný Einarsdóttir, organisti Fella- og Hólakirkju, flytur verkið Myndir á sýningu eftir Modest Moussorgsky á orgeltónleikunum Orgel fyrir alla í Hallgrímskirkju í dag kl. 14. Verkið var upphaflega samið fyrir píanó en þekktust er útsetningin fyrir sinfóníuhljómsveit eftir Maurice Ravel. Á tónleikunum leikur Guðný umskrift eftir Keith John. Sögumaður á tónleikunum er Valur Freyr Einarsson leikari. Tónleikarnir taka um hálfa klukkustund. Í tilefni af 20 ára afmæli Klais-orgelsins verður aðgangur ókeypis fyrir börn og unglinga.