— Reuters
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti í gær Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstæðinga í Búrma, og hvatti til þess að refsiaðgerðum gegn landinu yrði aflétt vegna lýðræðisumbóta stjórnvaldanna.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti í gær Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstæðinga í Búrma, og hvatti til þess að refsiaðgerðum gegn landinu yrði aflétt vegna lýðræðisumbóta stjórnvaldanna. Suu Kyi fagnaði ummælum forsætisráðherrans eftir fund þeirra í Rangoon og sagði að afnám refsiaðgerðanna myndi styrkja stöðu lýðræðissinna.

Áður hafði Cameron rætt við Thein Sein, forseta Búrma, og sagt honum að ríkisstjórn landsins þyrfti að sýna að lýðræðisumbæturnar væru „óafturkallanlegar“. Herforingjastjórn var einráð í Búrma í tæpa hálfa öld en hún linaði tökin í fyrra og tímamót urðu í aukakosningum til þingsins 1. apríl þegar flokkur Suu Kyi vann mikinn sigur.

Cameron er fyrsti breski forsætisráðherrann sem farið hefur í opinbera heimsókn til Búrma.