— Morgunblaðið/Styrmir Kári
Jóhannes V. Reynisson naut aðstoðar frá Karlakórnum Þröstum í gær við að mála nagla fyrir Bláa naglann, átak til vitundarvakningar um blöðruhálskrabbamein. Þeir verða síðar seldir til að safna fyrir geislalækningatæki á Landspítalanum.
Jóhannes V. Reynisson naut aðstoðar frá Karlakórnum Þröstum í gær við að mála nagla fyrir Bláa naglann, átak til vitundarvakningar um blöðruhálskrabbamein. Þeir verða síðar seldir til að safna fyrir geislalækningatæki á Landspítalanum. „Þetta eru hörkuduglegir menn og okkur tókst að mála 14.300 nagla á 45 mínútum,“ segir Jóhannes en upplagið er 60 þúsund stykki. Naglarnir fara í sölu 19. apríl nk.