Borgen Sívælandi eiginmaður forsætisráðherra.
Borgen Sívælandi eiginmaður forsætisráðherra.
Einhverjir vinstri grænir úti í bæ harðneita því að eiginmaður kvenforsætisráðherrans í Borgen sé dæmigerður vinstrisinnaður karlmaður. Þeir segja að hann gæti engan veginn verið í þeirra röðum, heldur sé hann greinilega hægrimaður, sennilega...

Einhverjir vinstri grænir úti í bæ harðneita því að eiginmaður kvenforsætisráðherrans í Borgen sé dæmigerður vinstrisinnaður karlmaður. Þeir segja að hann gæti engan veginn verið í þeirra röðum, heldur sé hann greinilega hægrimaður, sennilega hægrikrati. Þessi rök halda engan veginn.

Eiginmaðurinn í Borgen er dæmigerður mussukarl með viðkvæmt taugakerfi. Hann tekur á sig helmingsábyrgð við að elda, þvo upp og passa börnin en þegar konan hans tekur ekki á sig nema örlítinn hluta af þessari ábyrgð af því að hún er svo upptekin við að vera forsætirsáðherra þá er hann sívælandi. Það er mjög þreytandi að fylgjast með þessu góli hans.

Hann getur ekki verið hægrimaður. Hægrisinnaðir karlmenn grenja aldrei. Þeir eru hörkutól. Það er kosturinn við þá.

Borgen virtist á tímabili vera þáttur þar sem pólitískur rétttrúnaður var hafður í hávegum og maður ákvað að þola það. Síðasti þáttur kom því verulega á óvart því niðurstaðan þar var að stríðið í Afganistan væri fullkomlega réttlætanlegt. Handritshöfundurinn er flinkari en maður hélt.

Kolbrún Bergþórsdóttir

Höf.: Kolbrún Bergþórsdóttir