Spaugspeglar Hvass penni ritstjórans, Dónalds, hlífir engu.
Spaugspeglar Hvass penni ritstjórans, Dónalds, hlífir engu.
Sýningin Spaugspeglar verður opnuð í dag, 14. apríl, klukkan 14 í kaffihúsi Gerðubergs. Þar verða til sýnis verk Sverris Björnssonar, eða Dónalds, á skopstúdíum á samfélagi og mannlífi.

Sýningin Spaugspeglar verður opnuð í dag, 14. apríl, klukkan 14 í kaffihúsi Gerðubergs. Þar verða til sýnis verk

Sverris Björnssonar, eða Dónalds, á skopstúdíum á samfélagi og mannlífi. Stúdíurnar birtust í Aukablaðinu sem var gefið út á netinu og í Blaðinu á árunum fyrir hrun.

Aukablaðið er hugarfóstur Dónalds sem er hugarórar Sverris Björnssonar, fjöllistamanns, teiknara, hönnuðar, ljósmyndara, rithöfundar og hönnunarstjóra á auglýsingastofunni Hvíta húsinu. Hvass penni ritstjórans, Dónalds, hlífir engu. Allt mannlífið er undir, frá þjóðlífi til samlífs. Aukablaðið hefur þrisvar verið gefið út á bók, síðast í Spannál Aukablaðsins. Dónald fer oftast huldu höfði en hefur þó tvisvar komið fram og teiknað á götunum á Menningarnótt; portrett fyrir ekkert sem líkjast þér ekkert. Síðan þá eiga margir ómetanlega dýrgripi í fórum sínum.