Afmælisbarn dagsins Blómstraðu, njóttu þess að vera þú, eru einkunnarorð Jónu Bjargar Sætran, menntunarfræðings með meiru.
Afmælisbarn dagsins Blómstraðu, njóttu þess að vera þú, eru einkunnarorð Jónu Bjargar Sætran, menntunarfræðings með meiru.
Menntunarfræðingurinn, markþjálfinn og feng shui-ráðgjafinn Jóna Björg Sætran hjá Námstækni ehf. er sextug í dag og ætlar að gera sér dagamun í faðmi fjölskyldunnar.

Menntunarfræðingurinn, markþjálfinn og feng shui-ráðgjafinn Jóna Björg Sætran hjá Námstækni ehf. er sextug í dag og ætlar að gera sér dagamun í faðmi fjölskyldunnar. „Maður á að halda upp á sína afmælisdaga, njóta lífsins, og það er hægt að gera það á ýmsa vegu, það þarf ekki stórveislu til,“ segir hún.

Jóna Björg segir aðalatriðið að njóta þess alltaf að vera maður sjálfur og hún sé svo heppin að geta samtvinnað menntun og áhugamál. „Ég vinn að því að hjálpa fólki við að ná markmiðum sínum, að hjálpa fólki til þess að öðlast betra líf, að líða betur.“ Hún leggur áherslu á að fólk leiti ekki langt yfir skammt heldur njóti þess góða sem það hafi, virði það og geri það besta úr því hverju sinni. „Þetta er mjög gefandi,“ segir hún og bætir við að hún hafi nóg að gera í ráðgjöfinni, jafnt heima sem erlendis. Auk þess vinnur hún líka með næringu og góða heilsu í gegnum alþjóðlegt fyrirtæki. „Ég nýt þess að geta leyft mér að vinna hjá sjálfri mér og vinna við það sem mér finnst skemmtilegt og gefandi. Þannig nýt ég dagsins alla daga, að geta hlakkað til að vakna að morgni og vita ekki hvað dagurinn ber í skauti sér.“

Einkunnarorð Jónu Bjargar eru: Blómstraðu, njóttu þess að vera þú. Hún segist hafa þetta í huga í golfinu, þar sem hún sé algjör nýgræðingur, og í garðinum. „Lífið er yndislegt.“ steinthor@mbl.is