Dómari Britney Spears er sögð hafa tekið að sér dómarastarf í X Factor USA. Hún á margan smellinn að baki.
Dómari Britney Spears er sögð hafa tekið að sér dómarastarf í X Factor USA. Hún á margan smellinn að baki. — Reuters
Bandaríska tónlistarkonan Britney Spears hefur tekið að sér starf dómara í bandarískri útgáfu hæfileikaþáttarins X Factor, X Factor USA, að því er fram kemur á vefnum Entertainmentwise. Þar segir að hún hlakki til að takast á við dómarastarfið.
Bandaríska tónlistarkonan Britney Spears hefur tekið að sér starf dómara í bandarískri útgáfu hæfileikaþáttarins X Factor, X Factor USA, að því er fram kemur á vefnum Entertainmentwise. Þar segir að hún hlakki til að takast á við dómarastarfið. Spears mun fá 15 milljónir dollara í laun fyrir að sitja í dómarasætinu í þessum vinsælu þáttum Bretans Simons Cowells. Engin staðfesting hefur hins vegar fengist á þessum fréttum frá fjölmiðlafulltrúa tónlistarkonunnar. Spears mun meta frammistöðu keppenda í þáttunum með Cowell og hljómplötuútgefandanum L.A. Reid. Cowell mun nú leita að tónlistarstjörnu til að sitja í fjórða dómarasætinu.