Jarðvarmi Glacier Securities er dótturfélag í eigu Íslandsbanka.
Jarðvarmi Glacier Securities er dótturfélag í eigu Íslandsbanka. — Morgunblaðið/Ómar
Glacier Securities, dótturfyrirtæki Íslandsbanka sem sérhæfir sig í verkefnum á sviði jarðvarma í Bandaríkjunum, mun veita ráðgjöf við jarðvarmaverkefni í Nevada í Bandaríkjunum. Viljayfirlýsing vegna þess var undirrituð í vikunni.

Glacier Securities, dótturfyrirtæki Íslandsbanka sem sérhæfir sig í verkefnum á sviði jarðvarma í Bandaríkjunum, mun veita ráðgjöf við jarðvarmaverkefni í Nevada í Bandaríkjunum. Viljayfirlýsing vegna þess var undirrituð í vikunni.

Verkefnið hefur verið í undirbúningi í langan tíma og hafa starfsmenn Glacier unnið að því með samningsaðilum. Hjá Glacier starfa sjö manns í New York og á Íslandi, samkvæmt tilkynningu.

Verkefnið sem um ræðir snýst um 15 milljón Bandaríkjadala lánveitingu frá Geothermal Regional Center (GRC) til U.S. Geothermal Inc. (USG) vegna þróunar og uppbyggingar á orkuveri í San Emido í Nevada í Bandaríkjunum. Áætlað er að verkefnið muni auka raforkuframleiðslu í Bandaríkjunum um 17,1 megavatt og skapa fjölda starfa.

Charles Arrigo, sem leiðir jarðhitaráðgjöf Glacier Securities í New York, segir að reynsla og þekking fyrirtækisins á sviði fjármögnunar jarðhitaverkefna veiti því sérstöðu.