— Morgunblaðið/Ómar
Skákþing Íslands 2012 hófst í gær í stúkunni við Kópavogsvöll. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, lék fyrsta leiknum í skák stórmeistaranna Henriks Danielsen og Stefáns Kristjánssonar.
Skákþing Íslands 2012 hófst í gær í stúkunni við Kópavogsvöll. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, lék fyrsta leiknum í skák stórmeistaranna Henriks Danielsen og Stefáns Kristjánssonar. Þeir Hannes Hlífar Stefánsson, ellefufaldur Íslandsmeistari í skák, og Henrik Danielsen, Íslandsmeistari 2009, eru einu keppendurnir nú sem áður hafa orðið Íslandsmeistarar. Sigurbjörn Björnsson og Björn Þorfinnsson byrjuðu best allra á mótinu. Björn vann Guðmund Gíslason en Sigurbjörn vann Guðmund Kjartansson. Öðrum skákum lauk með jafntefli.