Stjórnvöld geta ekki leyft sér að líta fram hjá ábendingum Þráins Eggertssonar

Viðskiptafræðideild og hagfræðideild Háskóla Íslands standa nú fyrir ráðstefnu til heiðurs dr. Þráni Eggertssyni, prófessor emeritus. Þetta er vel til fundið enda Þráinn lengi verið einn allra gleggsti hagfræðingur þjóðarinnar og vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Í viðtali við Morgunblaðið í gær segist hann telja „algjörlega óskiljanlegt að þjóð sem er allt að því á barmi glötunar skuli spila rússneska rúllettu með undirstöðugrein eins og sjávarútveginn, með óundirbúnu og vanhugsuðu fikti með skatt- og gjaldheimtu af greininni“.

Þegar Þráinn Eggertsson talar af slíkum þunga ættu ráðamenn að hlusta.