— Ljósmynd/Landsvirkjun
Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Vatnsbúskapur Landsvirkjunar er óvenjugóður í ár miðað við vatnsstöðu helstu miðlunarlóna í gær.

Ingvar P. Guðbjörnsson

ipg@mbl.is

Vatnsbúskapur Landsvirkjunar er óvenjugóður í ár miðað við vatnsstöðu helstu miðlunarlóna í gær.

„Almennt séð yfir það heila þá er miðlunarforðinn okkar mun meiri en á sama tíma í fyrra,“ sagði Guðmundur Björnsson, sérfræðingur í vinnsluáætlunum hjá Landsvirkjun, spurður um málið í gær.

Vatnshæð Þórisvatns, sem er helsta miðlunarforðabúr fyrir fimm virkjanir fyrirtækisins á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár, vekur sérstaka athygli, en vatnshæðin um miðjan júlí 2011 var um 577,5 metrar og yfirfall vatnsins er á 579 metrum. Frá 14. júlí 2011 tók einungis 16 daga fyrir lónið að fyllast og fara á yfirfall, 30. júlí. Ef þrjú önnur lón eru skoðuð þá var vatnsstaða Hágöngulóns sú sama í gær og 18. maí í fyrra og tók lónið 2 mánuði að fara á yfirfall. Blöndulón var í sömu vatnsstöðu 11. maí í fyrra og fylltist á 3 mánuðum og Hálslón var í sömu hæð 31. júlí í fyrra og fylltist eftir það á einum og hálfum mánuði. 27