Vatn Brunnur í Tete-héraði í norðvesturhluta Mósambík.
Vatn Brunnur í Tete-héraði í norðvesturhluta Mósambík. — Morgunblaðið/Þorkell
Breskir vísindamenn segja að mikið grunnvatn sé að finna neðanjarðar í Afríku og sé magnið 100 sinnum meira en vatnið á yfirborðinu.

Breskir vísindamenn segja að mikið grunnvatn sé að finna neðanjarðar í Afríku og sé magnið 100 sinnum meira en vatnið á yfirborðinu.

Vatnsþurrð hefur verið mikið vandamál í Afríku og talið er að yfir 300 milljónir manna hafi ekki aðgengi að drykkjarvatni. Vatnsþörf á eftir að aukast enn frekar næstu áratugina, bæði vegna fólksfjölgunar og aukinnar þarfar á áveitu.

BBC greinir frá því að breskir vísindamenn hafi kortlagt vatnasvæðin neðanjarðar. Haft er eftir fulltrúum þeirra að svæði sem talin hafi verið vatnslítil búi yfir miklum vatnsbirgðum neðanjarðar. Fram kemur að helstu svæðin eru í Norður-Afríku, einkum í Líbíu, Alsír og Chad.

Vísindamennirnir eru ekki sannfærðir um að best sé að bora djúpt eftir vatninu heldur telja þeir vænlegra að fara varlega, bora grunnt og nota handpumpur.