Bridge Úrslitin ráðast á sunnudag.
Bridge Úrslitin ráðast á sunnudag. — Morgunblaðið/Þorkell
Lögfræðistofa Íslands er með forystu á Íslandsmótinu í sveitakeppni í bridge þegar átta umferðum er lokið. Sveitin er skipuð landsliðsmönnum Íslands í bridge og er hún með 143 stig, fimm stigum á undan Jóni Ásbjörnssyni.

Lögfræðistofa Íslands er með forystu á Íslandsmótinu í sveitakeppni í bridge þegar átta umferðum er lokið. Sveitin er skipuð landsliðsmönnum Íslands í bridge og er hún með 143 stig, fimm stigum á undan Jóni Ásbjörnssyni.

Í þriðja sæti er sveitin Grant Thornton með 137 stig og í því fjórða er Karl Sigurhjartarson með 133 stig. Alls keppa tólf sveitir á mótinu.

Í dag fara þrjár síðustu umferðir mótsins fram en á morgun keppa fjórar efstu sveitirnar til úrslita.

Mótið fer fram í sal Karlakórs Reykjavíkur að Grensásvegi 13.