Nokkurt magn af meintu þýfi fannst við brottfarareftirlit tollgæslu í ferjunni Norrænu á Seyðisfirði í vikunni. Svo virðist sem gera hafi átt tilraun til að koma því úr landi.

Nokkurt magn af meintu þýfi fannst við brottfarareftirlit tollgæslu í ferjunni Norrænu á Seyðisfirði í vikunni. Svo virðist sem gera hafi átt tilraun til að koma því úr landi.

Verðmæti þýfisins gæti numið allt að fimm milljónum króna, samkvæmt lauslegu mati tollsins.

Hið meinta þýfi fannst við leit í bifreið og farangri. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. Tollurinn hefur vísað málinu til framhaldsrannsóknar hjá lögreglunni á Seyðisfirði og afhenti henni varninginn.