[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Aganefnd Handknattleikssambands Íslands úrskurðaði í dag að Svavar Vignisson , þjálfari kvennaliðs ÍBV, skuli greiða sekt að upphæð 25 þúsund krónur vegna hluta ummæla sem hann lét sér um munn fara í samtölum við fjölmiðla eftir aðra viðureign ÍBV og...

Aganefnd Handknattleikssambands Íslands úrskurðaði í dag að Svavar Vignisson , þjálfari kvennaliðs ÍBV, skuli greiða sekt að upphæð 25 þúsund krónur vegna hluta ummæla sem hann lét sér um munn fara í samtölum við fjölmiðla eftir aðra viðureign ÍBV og Gróttu í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik á dögunum. Ákvörðun aganefndar um að beita sektum er m.a. byggð á að Svavar hafi algjörlega að ósekju blandað í málið „meðdómara þess sem ásakaður var en honum hefur á engan hátt verið brigslað um áfengisneyslu og eru þessi orð því mjög svo óviðeigandi sérstaklega gagnvart honum,“ eins og segir í dómsorðinu.

Öflugir kylfingar röðuðu sér í efstu sætin í opnu golfmóti sem fram fór í Þorlákshöfn á sumardaginn fyrsta. GR-ingurinn efnilegi Guðmundur Ágúst Kristjánsson virðist koma vel undan vetri en hann sigraði á mótinu á 68 höggum. Í öðru sæti hafnaði Selfyssingurinn Hlynur Geir Hjartarson sem lék á parinu eða 71 höggi.

R obin Hedström varð í 5.-8. sæti yfir markahæstu menn í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í íshokkí sem haldið var í Reykjavík á dögunum en Robin skoraði 4 mörk í leikjunum 5. Emil Alengård lagði upp flest mörk Íslendinga eða 3 og var í 14.-24. sæti í þeim flokki. Emil varð hins vegar í öðru sæti yfir flest unnin uppköst en þau eru mikið notuð í íþróttinni og skipta miklu máli. Emil vann liðlega 72% þeirra og Jón Benedikt Gíslason 60%. Dennis Hedström , bróðir Robins, var í fjórða sæti yfir markverðina en hann var með 90% markvörslu.