Sjálfbært vatnafar og blágrænar lausnir í Urriðaholti verða til umræðu á málþingi sem haldið verður í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti mánudaginn 23. apríl kl. 15-17.

Sjálfbært vatnafar og blágrænar lausnir í Urriðaholti verða til umræðu á málþingi sem haldið verður í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti mánudaginn 23. apríl kl. 15-17.

Meðal málflytjenda er Sveinn Þórólfsson, prófessor við umhverfis- og vatnafræðideild norska vísinda- og tækniháskólann (NTNU) í Þrándheimi. Erindi Sveins nefnist „Um sjálfbært vatnafar í nútíð og framtíð.“ Á málþinginu verður einnig rætt um þær lausnir sem farnar hafa verið í þessum efnum í Urriðaholti. Með þeim er tryggt að öll úrkoma fari niður í jarðveginn og út í Urriðavatn, til að halda lífríki þess og vatnsbúskap í jafnvægi. Að málþinginu standa Garðabær, NTNU, Háskóli Íslands, Urriðaholt og Háskólinn í Reykjavík. Skráning á málþingið fer fram gegnum tölvupóst til gardabaer@gardabaer.is