Frá frumsýningu Böðvar og Silja.
Frá frumsýningu Böðvar og Silja.
Feðgarnir frá Kirkjubóli nefnist sagnaskemmtun sem Silja Aðalsteinsdóttir og Böðvar Guðmundsson flytja í Landnámssetrinu í dag og á morgun. Skemmtunin hefst kl.
Feðgarnir frá Kirkjubóli nefnist sagnaskemmtun sem Silja Aðalsteinsdóttir og Böðvar Guðmundsson flytja í Landnámssetrinu í dag og á morgun. Skemmtunin hefst kl. 17 báða daga á því að Silja segir frá Guðmundi Böðvarssyni skáldi frá Kirkjubóli og konunum í lífi hans, en frásögnin tekur tæpa tvo tíma með hléi. Síðan er gert klukkutíma hlé þar sem gestum gefst kostur á að fá sér léttan kvöldverð á staðnum. Klukkan 20 tekur Böðvar síðan við með Sögum úr síðunni.