Mylla Sterkari íslenskir spaðar verða settir á vindrafstöðina.
Mylla Sterkari íslenskir spaðar verða settir á vindrafstöðina. — Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Bóndinn í Belgsholti í Melasveit er vel á veg kominn með endurreisn vindrafstöðvarinnar sem skemmdist í lok nóvember. Haraldur Magnússon nýtir þá reynslu sem hann hefur safnað við uppbyggingu og rekstur stöðvarinnar og aðlagar hana að íslenskum...

Bóndinn í Belgsholti í Melasveit er vel á veg kominn með endurreisn vindrafstöðvarinnar sem skemmdist í lok nóvember. Haraldur Magnússon nýtir þá reynslu sem hann hefur safnað við uppbyggingu og rekstur stöðvarinnar og aðlagar hana að íslenskum aðstæðum.

Vindrafstöðin var sett upp síðastliðið vor og var fyrsta vindrafstöðin sem tengd var við raforkukerfi landsins. Hún sparaði eiganda sínum orkukaup og skapaði smá tekjur þar til bilun sem kom upp í lok september varð henni að falli. Sama dag var Haraldur byrjaður að undirbúa endurreisn. Hann hefur keypt nauðsynlega varahluti, gert við mastrið og er að láta smíða fyrir sig nýja spaða á Akureyri og hanna nýjan hugbúnað.

Fyrirtækið sem framleiddi stöðina varð gjaldþrota áður en bilunin varð þannig að Haraldur gat ekki gert það ábyrgt fyrir tjóni sínu. helgi@mbl.is