Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni „Garðrækt á átjándu og nítjándu öld“ í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð, laugardaginn 21. apríl. Málþingið hefst kl. 13.30 og því lýkur um kl. 16.30.

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni „Garðrækt á átjándu og nítjándu öld“ í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð, laugardaginn 21. apríl. Málþingið hefst kl. 13.30 og því lýkur um kl. 16.30.

Flutt verða fjögur erindi. Erindin flytja: Ingi Sigurðsson prófessor, Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir sagnfræðingur, Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir sagnfræðingur og Jónatan Hermannsson tilraunastjóri.

Eftir flutning erinda verða fyrirspurnir og umræður.